Um aci

Félagsmenn ACI eru að stærstum hluta aðilar sem taka þátt í alþjóðlegu fjármálaumhverfi sem snýr að viðskiptum með gjaldeyri, vaxta- og skuldabréfamörkuðum, bankaseðlum, gulli, góðmálmum og hrávöru ásamt afleiðum þeim tengdum. ACI eru leiðandi alþjóðasamtök fagaðila á fjármálamörkuðum sem styður þróun þeirra með menntun og vottun prófskírteina, ramma um verklag (The Model Code), tæknilega ráðgjöf og aukinni tengslamyndun fagaðila. Samtökin eru með um 13.000 alþjóðlega félagsmenn frá fleiri en 60 löndum.

Í gegnum tíðina hefur ACI unnið að bættum stöðlum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum sem snúa að

  • viðhaldi faglegra staðla í hæfni og siðferðislegri tryggð,
  • skuldbindingu í að viðhalda bestu mögulegu framkvæmd í hverri starfsgrein með því að setja gott fordæmi með hóglæti og siðferðsilegri breytni í viðskiptum,
  • auka markaðsdýpt á alþjóðavísu,
  • veita ráðgjöf og bjóða upp á leiðbeinandi álit í ágreiningsmálum fagaðila,
  • alþjóðlegri vottun prófskírteini fyrir (ACI Dealing Certificate, ACI Operations Certificate, ACI Diploma),
  • auka tengslanet aðila og fyrirtækja. ACI var stofnað í París árið 1955 sem Association Cambiste Internationale.

ACI á Íslandi
ACI á Íslandi var stofnað árið 1998. Aðilar að samtökunum eru Arion banki, Íslandsbanki, Landsbanki, Kvika og Seðlabanki Íslands. Félagsmenn ACI á Íslandi eru 74.

Innan samtakanna er fagráð þar sem fjármálafyrirtæki geta óskað eftir úrlausna á ágreiningsefnum. ACI hefur sett siðareglur (The Model Code) fyrir félagsmenn og bjóða samtökin einnig upp á námskeið. Tugir starfsmanna á fjármálamarkaði á Íslandi hafa sótt námskeið í „ACI Dealing Certificate“ og „ACI Diploma“. Margir bankar í Evrópu gera kröfur um að starfsfólk hafi lokið „ACI Dealing Certificate“ til þess að starfa á viðskiptagólfi.

Eitt af meginmarkmiðum samtakanna er mynda vettvang fyrir tengslamyndun. Samtökin eru góður vettvangur til þess að viðhalda fjármálatengslum við innlenda og erlenda banka. Þess má einnig geta að samtökin eiga gott samstarf við ECB og seðlabanka í heiminum.