Aðalfundur ACI á Íslandi 2014

Haldinn var aðalfundur ACI þann 19. september 2014 í Hörpu. Um 50 félagsmenn mættu og voru þar fulltrúar allra þeirra banka sem eiga meðlimi í samtökunum.

Ragnar Björn Ragnarsson, ritari samtakanna, var kjörinn fundarstjóri. Ritari fundarins var Ingólfur Áskelsson, gjaldkeri samtakanna. Gjaldkeri samtakanna, Ingólfur Áskelsson lagði fram ársreikning félagsins frá 1. september 2013 til 31. ágúst 2014 og þeir samþykktir einróma.

Stjórnarkjör fór fram og voru eftirfarandi aðilar kjörnir í stjórn:

  • Anna Margrét Guðjónsdóttir, Íslandsbanki
  • Geir Oddur Ólafsson, Landsbanki Íslands
  • Laufey Birna Ólafsdóttir, Seðlabanki Íslands
  • Ólafur Frímann Gunnarsson, Íslandsbanki
  • Ragnar Björn Ragnarsson, Arion Banki
  • Sigurður M. Sólonsson, MP banki

Ragnar Björn Ragnarsson var kjörinn formaður stjórnar. Samþykkt var að fela stjórninni að skipta með sér verkum í kjölfar aðalfundar. Andri Úlfarsson, stjórnandi menntamála hjá samtökunum, kynnti þau námskeið sem hafa verið í boði og verða í haust fyrir félagsmenn og aðra starfsmenn fjármálafyrirtækja.

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum var boðið upp á fordrykk og kvöldverð.