Aðalfundur ACI á Íslandi 2015

Haldinn var aðalfundur ACI þann 25. september 2015 í Hörpu. Um 45 félagsmenn mættu og voru þar fulltrúar allra þeirra banka sem eiga meðlimi í samtökunum.

Geir Oddur Ólafsson, ritari samtakanna, var kjörinn fundarstjóri og var auk þess ritari fundarins. Fór Geir Oddur yfir skýrslu stjórnar og í kjölfarið lagði gjaldkeri samtakanna, Laufey B. Ómarsdóttir fram ársreikning félagsins frá 1. september 2014 til 31. ágúst 2015. Voru þeir samþykktir einróma.

Ekki var kosið til stjórnar að þessu sinni þar sem kosið var til 2 ára á ársfundi félagsins 2014. Sama stjórn situr því næsta starfsár og er skipuð eftirfarandi aðilum:

  • Anna Margrét Guðjónsdóttir, Íslandsbanki
  • Geir Oddur Ólafsson, Landsbanki Íslands
  • Laufey Birna Ólafsdóttir, Seðlabanki Íslands
  • Ólafur Frímann Gunnarsson
  • Ragnar Björn Ragnarsson, Arion Banki
  • Sigurður M. Sólonsson, MP banki

Endurskoðendur félagsins voru endurkjörnir þau Erla Guðmundsdóttir og Sigurður Hermannson bæði frá Seðlabanka Íslands. Samþykkt var að halda félagsgjöldum óbreyttum.

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum hélt Már Guðmundsson Seðlabankastjóri erindi. Að því loknu var boðið upp á fordrykk og kvöldverð.